top of page

Skólabyrjun

Árið 1967 hélt dr. Broddi Jóhannesson skólasetningarræðu Kennaraháskólans. Í henni fór hann um víðan völl, ræddi meðal annars breytingar í starfsmannaliði, starfshætti og margt annað. Leiðarinn að þessu sinni er stutt tilvitnun úr ræðunni:

 

„Allsherjarendurskoðun á skólamálum er úrelt hugtak, að því leyti, að öll framvinda er svo ör, að forystustofnanir allar verða að hafa aðstöðu til sífelldrar endurskoðunar. Þetta er tvöföld nauðsyn:

 

a) Enginn kennari, enginn fræðimaður heldur andlegu lífi í straumröst hnattfaraaldar nema hann hafi tök á að endurnýjast sífellt í rannsókn, endurskoðun og prófun eigin hugmynda og starfa.

 

b) Enginn kennari heldur fullu starfslífi og starfsþreki, nema svo sé að honum búið, að fullnægt sé lágmarkskröfum um tök á því að vera heill í starfi.

 

Þannig á hvort tveggja að tengjast í lifandi framkvæmd skylduboð og kröfur verksins og starfsvitund stéttarinnar.“

 

 

bottom of page