
Einfalt áskriftarfyrirkomulag, 17% - 99% afsláttur fyrir skóla og stofnanir
Tilgangur Skólablaðsins er að ná til sem flestra kennara sem áhugasamir eru um skólaþróun á 21. öldinni. Nám er ekki tæknitímarit. Það snýst um menntun. Og tækni upp að því marki sem hún fléttast saman við nám. Megináhersla er lögð á að gera skólum kleift að bjóða starfsmönnum sínum upp á áskrift sem hluta af símenntun.
Það eru tvær leiðir til að gerast áskrifandi að Námi.
1. Einstaklingsáskrift.
Einstaklingar geta gerst áskrifendur að Námi. Áskriftargjaldið er 1000 krónur á mánuði. Skólar með færri en 5 starfsmenn greiða 1000 krónur fyrir hvern þeirra á mánuði.
2. Skóla-/stofanaáskrift
Skóli eða önnur stofnun getur fengið áskrift fyrir alla sína starfsmenn. Slík áskrift kostar 5000 kr á mánuð. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort starfsmenn eru 5 eða 50.
Aukaafsláttur (16,7%) er gefinn ef keypt er ársárskrift. Nám kemur út mánaðarlega (líka á sumrin) og ársáskrift (greidd fyrirfram) kostar 10.000 kr fyrir einstaklinga og 50.000 kr fyrir skóla / stofnun.
Nám er ekki rekið í hagnaðarskyni. Því er ætlað að vera öflugur valkostur í símenntun í íslenska skólasamfélaginu. Allt efni er frumsamið eða endurbirt með leyfi höfunda.